Sekta TikTok fyrir gáleysi eftir að þrír unglingar dóu

TikTok hefur átta daga til að greiða yfirvöldum í Venesúela …
TikTok hefur átta daga til að greiða yfirvöldum í Venesúela sekt upp á 10 milljónir bandaríska dali, sem samsvarar um 1,38 milljörðum íslenskra króna. Samsett mynd

Hæstiréttur Venesúela dæmdi í dag TikTok til að greiða ríkinu um 10 milljónir bandarískra dala, sem jafngildir um 1,38 milljörðum íslenskra króna, vegna vinsælla áskorana á samfélagsmiðlinum sem yfirvöld segja að hafi leitt til dauða þriggja venesúelskra táninga.

Táningarnir létust af völdum eitraðra efna. 

Greiðsla sektarinnar verði notuð til að stofna sjóð

Tania D´Amelio, dómarinn í málinu, sagði við dómsuppkvaðninguna að fyrirtækið hefði sýnt af sér gáleysi með því að hafa ekki innleitt „nauðsynlegar og fullnægjandi ráðstafanir“ til að stöðva útbreiðslu myndskeiða sem hvöttu notendur til að taka þátt í áskoruninni. 

TikTok, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance, var skipað að opna skrifstofu í Venesúela og fær miðillinn nú átta daga til að greiða sektina. 

Ef hann greiðir ekki sektina mun TikTok sæta „viðeigandi“ ráðstöfunum. 

Yfirvöld í Venesúelu segjast ætla að nota fjármunina til að stofna sjóð fyrir fórnarlömb TikTok.

„Er sjóðnum ætlað að bæta fyrir sálrænt, tilfinningalegt og líkamlegt tjón notenda þess, sérstaklega ef þessir notendur eru börn eða unglingar“, sagði D´Amelio. 

Stefna TikTok bannar myndbönd sem stuðla að sjálfsskaða

Fyrirsvarsmenn fyrirtækisins sögðust fyrir dómi „skilja alvarleika málsins“. 

Gífurleg velgengni TikTok á heimsvísu hefur að hluta til verið byggður á vinsældum áskorana á forritinu, þar sem notendur skora á aðra notendur til þess að taka upp myndskeið þar sem er dansað, brandarar eru sagðir eða notendur taka þátt í leikjum.

Forritið hefur verið sakað um að stofna notendum sínum í hættu með útbreiðslu myndskeiða þar sem hættulegar áskoranir eru framkvæmdar, en opinber stefna TikTok bannar myndskeið sem stuðla að sjálfsskaða og sjálfsvígi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert