Vandamál með lendingarbúnað í annarri flugvél

00:00
00:00

Flug­vél Jeju Air á leið frá Seúl í Suður-Kór­eu þurfti að snúa við í gær vegna vanda­mála með lend­ing­ar­búnað.

Þetta sagði suðurkór­eska flug­fé­lagið, degi eft­ir mann­skæðasta flug­slys Suður-Kór­eu frá upp­hafi.

Flug­vél­in sem lenti í vanda­mál­um með lend­ing­ar­búnaðinn er af teg­und­inni Boeing 737-800, sem er sama teg­und og sú sem brot­lenti á sunnu­dag­inn án þess að hafa notað lend­ing­ar­búnaðinn, með þeim af­leiðing­um að 179 manns fór­ust.

Flugvél Jeju Air sem brotlenti með þeim afleiðingum að hátt …
Flug­vél Jeju Air sem brot­lenti með þeim af­leiðing­um að hátt í 200 manns fór­ust. AFP/​Jung Yeon-Je

Flug­vél Jeju Air á leið frá Gimpo, alþjóðlega flug­vell­in­um Seúl, til Jejú-eyju, lagði af stað um klukk­an 6.37 að morgni til en sneri aft­ur til Gimpo klukk­an 7.25 vegna vanda­máls sem fannst í lend­ing­ar­búnaði skömmu eft­ir flug­tak, að sögn flug­fé­lags­ins.

Að sögn suðurkór­eskra fjöl­miðla ákvað 21 farþegi að fara ekki í aðra flug­vél Jeju Air á leið til Jejú-eyju vegna at­viks­ins sem kom upp í gær. Höfðu þeir meðal ann­ars áhyggj­ur af ör­yggi sínu.

Alls eru 39 flug­vél­ar af teg­und­inni Boeing 737-800 í flug­véla­flota Jeju Air, sem tel­ur alls 41 flug­vél.

AFP/​Yon­hap
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka