„Ekkert óeðlilegt“ við skoðun vélarinnar

Flugslysið varð á sunnudaginn.
Flugslysið varð á sunnudaginn. AFP

Við skoðun á flug­vél frá flug­fé­lag­inu Jeju Air nokkr­um klukku­stund­um fyr­ir brot­lend­ingu henn­ar fannst ekk­ert at­huga­vert, að sögn for­stjóra flug­fé­lags­ins.

Flug­vél­in brot­lenti í Suður-Kór­eu á sunnu­dag­inn og lét­ust 179 en tveir lifðu af.

„Ekk­ert óeðli­legt kom í ljós í tengsl­um við lend­ing­ar­búnaðinn,“ sagði Kim Yi-bae, for­stjóri flug­fé­lags­ins, á blaðamanna­fundi í Seúl, en rann­sókn er haf­in á mál­inu. Ekki ligg­ur fyr­ir hvers vegna lend­ing­ar­búnaður­inn virkaði ekki við lend­ing­una.

Vél­in var á leið frá Bang­kok þegar hún lenti á brot­lenti á flug­vell­in­um Muan og eld­ur braust út.

Enn er unnið að því að rann­saka svæðið og finna hina látnu.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert