Tesla-bifreið sprakk fyrir utan Trump-hótel

Einn lést þegar bifreiðin sprakk í loft upp.
Einn lést þegar bifreiðin sprakk í loft upp. AFP/Justin Sullivan/Getty

Einn lét lífið og sjö særðust þegar eldur kviknaði í Cybertruck, jeppa frá bílaframleiðandanum Tesla, með þeim afleiðingum að hann sprakk. Atvikið átti sér stað fyrir utan Trump-hótelið í Las Vegas í dag, sem er í eigu Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna. 

AP-fréttastofan greinir frá.

Að sögn lögreglunnar í Las Vegas var sá sem lést inni í bílnum þegar bíllinn sprakk. Segir hún að unnið sé að því að ná líkinu úr bílnum.

Aldrei séð neitt þessu líkt

Elon Musk, forstjóri Tesla, tjáði sig um málið í færslu á X þar sem hann sagði að starfsmenn fyrirtækisins væru að rannsaka málið. Segist hann aldrei hafa séð neitt þessu líkt. 

Eric Trump, sonur Donalds Trumps, hefur líka tjáð sig um um eldsvoðann á samfélagsmiðlinum X í dag. Hann hrósaði slökkviliðinu á svæðinu fyrir skjót og fagmannleg vinnubrögð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert