Einn lét lífið og sjö særðust þegar eldur kviknaði í Cybertruck, jeppa frá bílaframleiðandanum Tesla, með þeim afleiðingum að hann sprakk. Atvikið átti sér stað fyrir utan Trump-hótelið í Las Vegas í dag, sem er í eigu Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna.
AP-fréttastofan greinir frá.
Að sögn lögreglunnar í Las Vegas var sá sem lést inni í bílnum þegar bíllinn sprakk. Segir hún að unnið sé að því að ná líkinu úr bílnum.
Elon Musk, forstjóri Tesla, tjáði sig um málið í færslu á X þar sem hann sagði að starfsmenn fyrirtækisins væru að rannsaka málið. Segist hann aldrei hafa séð neitt þessu líkt.
The whole Tesla senior team is investigating this matter right now.
— Elon Musk (@elonmusk) January 1, 2025
Will post more information as soon as we learn anything.
We’ve never seen anything like this. https://t.co/MpmICGvLXf
Eric Trump, sonur Donalds Trumps, hefur líka tjáð sig um um eldsvoðann á samfélagsmiðlinum X í dag. Hann hrósaði slökkviliðinu á svæðinu fyrir skjót og fagmannleg vinnubrögð.
Earlier today, a reported electric vehicle fire occurred in the porte cochère of Trump Las Vegas. The safety and well-being of our guests and staff remain our top priority. We extend our heartfelt gratitude to the Las Vegas Fire Department and local law enforcement for their…
— Eric Trump (@EricTrump) January 1, 2025