Áformaði að myrða fjölskyldu sína

Shamsud-Din Jabbar.
Shamsud-Din Jabbar. AFP

Árás­armaður­inn Shamsud-Din Jabb­ar, sem varð 15 manns að bana er hann keyrði bif­reið inn í ára­móta­fögnuð í New Or­le­ans á ný­ársnótt, áformaði að myrða fjöl­skyldu sína áður en hann hætti við og ákvað að ganga til liðs við Ríki íslams (ISIS).

CNN grein­ir frá.

Vísaði til drauma sinna

Seg­ir þar að Jabb­ar, sem var tvífrá­skil­inn tveggja barna faðir, hafi búið til fjölda mynd­banda sem virðast sýna hann keyra að kvöldi til og tala við mynda­vél­ina.

Í mynd­bönd­un­um vísaði Jabb­ar til skilnaðar síns og talaði um hvernig hans upp­runa­lega plan var að safna sam­an fjöl­skyldu sinni fyr­ir „fögnuð“ með þá fyr­ir­ætl­un að myrða hana.

Hann hafi hins veg­ar svo hætt við þá áætl­un og ákveðið að ganga til liðs við Ríki íslams og vísaði Jabb­ar til drauma sem hann hafði dreymt sem ástæðu fyr­ir þeirri ákvörðun að ganga til liðs við hryðju­verka­sam­tök­in.

Hvenær mynd­bönd­in voru tek­in upp er enn óljóst.

Tvær há­skóla­gráður

Jabb­ar var al­inn upp í Texas og starfaði sem sér­fræðing­ur í tölvu­mál­um hjá banda­ríska hern­um í meira en ára­tug en virðist einnig hafa starfað sem fast­eigna­sali í Hou­st­on.

Hann var með tvær há­skóla­gráður, eina frá Central Texas-há­skól­an­um og aðra frá rík­is­háskól­an­um í Georgíu-ríki. Báðar gráðurn­ar voru tengd­ar tölv­un­ar­fræði.

Nálg­un­ar­bann og fjár­hagserfiðleik­ar

Árið 2020 fékk seinni eig­in­kona hans tíma­bundið nálg­un­ar­bann gegn hon­um þegar þau stóðu í skilnaði.

Í um­fjöll­un CNN kem­ur fram að svo virðist vera sem Jabb­ar hafi átt í fjár­hags­leg­um erfiðleik­um und­an­far­in ár en fram kem­ur í tölvu­pósti sem var send­ur, þegar Jabb­ar stóð í sín­um seinni skilnaði árið 2022, að hann ætti í erfiðleik­um með hús­næðis­greiðslur sín­ar

Ljósmynd úr vegabréfi Jabbar.
Ljós­mynd úr vega­bréfi Jabb­ar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka