Karlmaður á fimmtugsaldri sem starfar sem sálfræðingur á dagvistun fyrir fólk með þroskahömlun í Belgíu, hefur verið ákærður fyrir að nauðga og brjóta kynferðislega á sjúklingum.
Saksóknarar segja manninn einnig eiga yfir höfði sér ákæru fyrir skjalafals þar sem hann er talinn hafa framvísað fölskum gögnum með starfsumsókn sinni.
Maðurinn sem er 47 ára starfaði á Les Coquelicots, dagvistun fyrir fólk með þroskahömlun, í Anderlues, litlum bæ nálægt borginni Charleroi í suðurhluta landsins.
Er hann ákærður fyrir að hafa nauðgað sjúklingum oftar en tíu sinnum og brotið á þeim kynferðislega. Hann var handtekinn í byrjun desember í kjölfar kvörtunar frá einum sjúklingnum.
Sálfræðingurinn neitar sök í málinu.