Ákærður fyrir að nauðga sjúklingum

Sálfræðingur við dagvistunar heimilið Les Coquelicots er sakaður um fleiri …
Sálfræðingur við dagvistunar heimilið Les Coquelicots er sakaður um fleiri en tíu nauðganir og kynferðisbrot á sjúklingum. AFP/Virginie Lefour

Karlmaður á fimmtugsaldri sem starfar sem sálfræðingur á dagvistun fyrir fólk með þroskahömlun í Belgíu, hefur verið ákærður fyrir að nauðga og brjóta kynferðislega á sjúklingum.

Saksóknarar segja manninn einnig eiga yfir höfði sér ákæru fyrir skjalafals þar sem hann er talinn hafa framvísað fölskum gögnum með starfsumsókn sinni.

Mörg brot

Maðurinn sem er 47 ára starfaði á Les Coquelicots, dagvistun fyrir fólk með þroskahömlun, í Anderlues, litlum bæ nálægt borginni Charleroi í suðurhluta landsins.

Er hann ákærður fyrir að hafa nauðgað sjúklingum oftar en tíu sinnum og brotið á þeim kynferðislega. Hann var handtekinn í byrjun desember í kjölfar kvörtunar frá einum sjúklingnum.

Sálfræðingurinn neitar sök í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka