Árásarmaðurinn hafi verið með fjarstýringu fyrir sprengjur

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Lög­regl­an tel­ur að Shamsud-Din Jabb­ar, hryðju­verka­manns­ins sem varð fjór­tán manns að bana í New Or­le­ans á ný­ársnótt, hafi verið með fjar­stýr­ingu í bíln­um sín­um til að setja af stað sprengj­ur.

Þetta seg­ir Joe Biden Banda­ríkja­for­seti.

Heima­til­bún­ar sprengj­ur fund­ust í kæli­boxi skammt frá vett­vangi hryðju­verk­anna og sýna upp­tök­ur eft­ir­lits­mynda­véla Jabb­ar koma þeim þar fyr­ir.

Eng­inn sam­verkamaður

For­set­inn ít­rek­ar að ekk­ert bendi til þess að Jabb­ar hefði átt sam­verka­menn og að eng­in tengsl væru á milli hryðju­verk­anna í New Or­le­ans og spreng­ing­ar­inn­ar í Las Vegas.

„Al­rík­is­lög­regl­an hef­ur upp­lýst mig um að eins og staðan er núna bendi ekk­ert til þess að ein­hver ann­ar hafi átt þátt í árás­inni,“ seg­ir Biden.

„Þeir hafa staðfest að árás­armaður­inn sé sá sami og kom sprengj­un­um fyr­ir í kæli­boxun­um á tveim­ur stöðum í franska hverf­inu nokkr­um klukku­stund­um áður en hann keyrði á mann­fjöld­ann.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert