Biður fyrir fórnarlömbum hryðjuverkaárásarinnar

Frans páfi.
Frans páfi. AFP

Frans páfi hef­ur vottað erki­bisk­up New Or­le­ans samúð sína vegna bíla­árás­ar­inn­ar sem varð 15 manns að bana á ný­ársnótt.

Í skeyti sem sent var frá ut­an­rík­is­ráðherra Vatík­ans­ins, Pietro Parol­in kardí­náli, til Greg­ory Aymond, erki­bisk­ups New Or­le­ans, seg­ir að páfinn hafi verið harmi sleg­inn þegar hann frétti af árás­inni og því mann­tjóni sem hún olli.

Þá kom einnig fram að páfinn myndi biðjast fyr­ir lækn­ingu til þeirra er slösuðust í árás­inni og hugg­un til þeirra sem nú eru að syrgja fjöl­skyldumeðlimi sína og vini.

Árás­in hef­ur vakið mikla at­hygli og er rann­sökuð sem hryðju­verk og leit­ar nú lög­regla vitorðsmanna árás­ar­manns­ins Shams­unnd-Din Jabb­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka