Ökumaðurinn var hermaður

Ökumaðurinn lést í sprengingunni og sjö hlutu minniháttar áverka.
Ökumaðurinn lést í sprengingunni og sjö hlutu minniháttar áverka. AFP/ETHAN MILLER

Borið hef­ur verið kennsl á öku­mann Cy­bertruck-bif­reiðar­inn­ar frá Tesla sem sprakk í gær fyr­ir utan Trump-hót­elið í Las Vegas.

Ökumaður­inn heit­ir Matt­hew Alan Li­vels­ber­ger og sinnti herþjón­ustu í banda­ríska hern­um.

Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá.

Var í leyfi frá hern­um

Hafði Li­vels­ber­ger verið að sinna herþjón­ustu í Þýskalandi en var í leyfi frá störf­um hafði verið staðsett­ur í Col­orado, en þaðan kom bif­reiðin sem sprakk í Las Vegas í gær.

Tveir ætt­ingj­ar Li­vels­ber­ger hafa staðfest að hann tók Cy­bertruck-bif­reið á leigu en vissu ekki að hann hefði komið að spreng­ing­unni.

Eng­in tengsl fund­ist enn

Þá staðfesti ann­ar ætt­ingj­anna að eig­in­kona Li­vels­ber­ger hefði ekki heyrt í hon­um í nokkra daga.

Rann­sak­end­ur eru enn þá að skoða hvort tengsl séu á milli spreng­ing­ar­inn­ar í gær og bíla­árás­ar sem var gerð í New Or­le­ans á ný­ársnótt en eng­in tengsl hafa enn fund­ist.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert