Skotárás í Queens

Tíu ungmenni voru flutt á spítala eftir skotárás í Queens-hverfi …
Tíu ungmenni voru flutt á spítala eftir skotárás í Queens-hverfi í New York. APF/Stephanie Keith

Tíu ung­menni voru flutt á spít­ala eft­ir skotárás í Qu­eens-hverfi í New York í gær­kvöld, að því er ABC grein­ir frá.

Sam­kvæmt lög­regl­unni í New York biðu um fimmtán ung­menni eft­ir að kom­ast inn á tón­list­ar­viðburð þegar þrír til fjór­ir menn hófu þar skot­hríð.

Lög­regl­an tel­ur menn­ina hafa skotið oft­ar en þrjá­tíu sinn­um á hóp­inn.

Alls voru sex kon­ur og fjór­ir karl­ar skot­in, öll á aldr­in­um 16 til 20 ára. Þau voru öll flutt með áverka á sjúkra­hús en eru ekki í lífs­hættu.

Til rann­sókn­ar er hvort árás­in teng­ist glæp­a­starf­semi en lög­regl­an seg­ir árás­ina ekki hafa verið hryðju­verk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert