Íslandsvinurinn með tengingu við bresku konungsfjölskylduna

Edward Pettifer var 31 árs gamall.
Edward Pettifer var 31 árs gamall. Ljósmynd/Breska lögreglan

Karl Breta­kon­ung­ur er miður sín vegna and­láts Bret­ans Edw­ard Petti­fer sem lést í hryðju­verka­árás­inni í New Or­le­ans á ný­árs­dag. Petti­fer var stjúp­son­ur Al­exöndru Petti­fer, eða Tiggy, sem gætti Vil­hjálms og Harry Bretaprinsa er þeir voru börn. 

Þessu grein­ir BBC frá og herma heim­ild­ir miðils­ins að Karl hafi haft sam­band við fjöl­skyldu Petti­fer og vottað þeim per­sónu­lega samúð sína. 

Petti­fer var 31 árs gam­all er hann lést í árás­inni sem varð að minnsta kosti 14 að bana. 

Hann starfaði sem leiðsögumaður á Íslandi nokk­ur sum­ur. 

Hálf­bræður hans guðbörn prins­anna

Petti­fer var elsti son­ur Char­les Petti­fer og Camilla Wyatt. Þau áttu ann­an son, hinn 29 ára Harry, áður en þau skildu um miðbik tí­unda ára­tug­ar­ins. 

Char­les gift­ist síðan Al­exöndru Legge-Bour­ke sem gætti prins­anna tveggja á ár­un­um 1993 til 1999. Tel­egraph grein­ir frá því að Al­ex­andra hafi veitt prins­un­um mik­inn stuðning er Dí­ana prins­essa, móðir þeirra, lést árið 1997. 

Char­les og Al­ex­andra eignuðust tvo syni, hinn 22 ára gamla Tom, sem er guðson­ur Vil­hjálms, og hinn 23 ára Fred, sem er guðson­ur Harry. Tom var hirðsveinn í brúðkaupi Vil­hjálms og Katrín­ar árið 2011. Þá var hann gest­ur í brúðkaupi Harry og Meg­h­an árið 2018. 

Al­ex­andra rek­ur nú gisti­heim­ili í Wales og kenn­ir gest­um stang­veiði. Hún hef­ur verið í góðu sam­bandi við Vil­hjálm og Harry. 

Líkt og stjúp­móðir hans var Edw­ard mik­ill veiði- og skíðamaður. 

Fjöl­skylda hans lýsti hon­um sem „dá­sam­leg­um syni, bróður, barna­barni, frænda og vini svo margra“. 

„Við mun­um öll sakna hans mikið. Hug­ur okk­ar er hjá hinum fjöl­skyld­un­um sem hafa misst ást­vini sína í þess­um voðaverk­um. Við biðjum um frið til að syrgja Ed,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu fjöl­skyld­unn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert