Kanslari Austurríkis stígur til hliðar

Karl Nehammer, kanslari Austurríkis.
Karl Nehammer, kanslari Austurríkis. AFP

Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, stígur til hliðar á næstu dögum í kjölfar þess að stjórnarmyndunarviðræðum við sósíaldemókrata var slitið. Hann ætlar jafnframt að segja af sér formennsku í Þjóðarflokknum.

Hann greinir frá þessu í færslu á X.

Nehammer, sem er einnig formaður Þjóðarflokksins, segir flokkana hafa lengi verið í viðræðum. Það hafi hins vegar ekki gengið að semja um ýmis lykilmál.

Hann hefur verið kanslari frá árinu 2021. Kosningar fóru fram í september á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert