Kanslari Austurríkis stígur til hliðar

Karl Nehammer, kanslari Austurríkis.
Karl Nehammer, kanslari Austurríkis. AFP

Karl Nehammer, kansl­ari Aust­ur­rík­is, stíg­ur til hliðar á næstu dög­um í kjöl­far þess að stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum við sósí­al­demó­krata var slitið. Hann ætl­ar jafn­framt að segja af sér for­mennsku í Þjóðarflokkn­um.

Hann grein­ir frá þessu í færslu á X.

Nehammer, sem er einnig formaður Þjóðarflokks­ins, seg­ir flokk­ana hafa lengi verið í viðræðum. Það hafi hins veg­ar ekki gengið að semja um ýmis lyk­il­mál.

Hann hef­ur verið kansl­ari frá ár­inu 2021. Kosn­ing­ar fóru fram í sept­em­ber á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert