Leggja lokahönd á hljóðritið úr flugstjórnarklefanum

Vélin brotlenti á Muan-flugvelli á sunnudag.
Vélin brotlenti á Muan-flugvelli á sunnudag. AFP

Rann­sak­end­ur eru að leggja loka­hönd á af­rit af hljóðriti úr flug­stjórn­ar­klefa flug­vél­ar Jeju Air sem brot­lenti á sunnu­dag.

Hljóðritið gæti gefið vís­bend­ing­ar um hvað varð til þess að vél­in brot­lenti með 181 manns um borð. Ein­ung­is tveir í áhöfn­inni lifðu af.

Hóp­ur rann­sak­enda sam­an­stend­ur af Suður-Kór­eu­mönn­um, Banda­ríkja­mönn­um og starfs­mönn­um Boeing, en vél­in var af gerðinni Boeing 737-800. Þeir hafa kembt svæðið í suðvest­ur­hluta Muan frá því að vél­in brot­lenti.

„Bú­ist er við að vinna við af­rit af hljóðrit­un flug­stjórn­ar­klef­ans (CVR) klárist í dag, og verið er að und­ir­búa flutn­ing svarta kass­ans (FDR) til Banda­ríkj­anna,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu suðurkór­eskra stjórn­valda.

Þá tókst að ná í hreyf­il vél­ar­inn­ar af slysstað í vik­unni. 

Ná­kvæm or­sök slyss­ins eru ókunn en rann­sak­end­ur hafa bent á bil­un í lend­ing­ar­búnaði, stein­steypt­an veg­ar­tálma á flug­braut­inni og hóp fugla sem hugs­an­leg­ar ástæður. 

For­stjóri Jeju Air sæt­ir nú far­banni á meðan slysið er rann­sakað. 

Hreyfill vélarinnar.
Hreyf­ill vél­ar­inn­ar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert