Neituðu að birta mynd af auðjöfrum krjúpa fyrir Trump

Skopmyndateiknari hjá The Washington Post hefur sagt upp störfum eftir …
Skopmyndateiknari hjá The Washington Post hefur sagt upp störfum eftir að skopmynd hennar var hafnað. AFP

Skop­mynda­teikn­ar­inn Ann Telnaes hef­ur sagt upp störf­um sín­um hjá fréttamiðlin­um The Washingt­on Post eft­ir að miðill­inn neitaði að birta skop­mynd henn­ar sem sýndi eig­anda miðils­ins og stofn­anda fyr­ir­tæk­is­ins Amazon, Jeff Bezos, ásamt öðrum millj­arðamær­ing­um krjúpa fyr­ir Don­ald Trump verðandi Banda­ríkja­for­seta.

Ásamt Bezos var einnig á mynd­inni Mark Zucker­berg, stofn­andi Face­book og Meta, og aðrir at­hafna­menn úr fjöl­miðla- og teikni­geir­an­um krjúp­andi og hald­andi uppi pok­um full­um af pen­ing­um fyr­ir fram­an Trump.

Amazon og Meta munu styrkja Trump

Bæði Amazon og Meta hafa til­kynnt að fyr­ir­tæk­in muni veita Trump eina millj­ón doll­ara, eða um 140 millj­ón­ir ís­lenskra króna, sem mun fara í sjóð fyr­ir inn­setn­ing­ar­at­höfn hans sem for­seta.

Þá var einnig teikni­myndafíg­úr­an Mikki Mús krjúp­andi á mynd­inni en Disney-sam­steyp­an á fréttamiðil­inn ABC News sem greiddi Trump bæt­ur upp á um 15 millj­ón­ir doll­ara, eða því sem nem­ur um tveim­ur millj­örðum ís­lenskra króna, í des­em­ber vegna falskra ásak­ana um nauðgun.

Jeff Bezos, stofnandi fyrirtækisins Amazon, er eigandi The Washington Post.
Jeff Bezos, stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins Amazon, er eig­andi The Washingt­on Post. MICHAEL M. SANTIAGO

Marg­ir reynt að mynda góð tengsl

Trump und­ir­býr sig nú við að taka við for­seta­embætt­inu í Banda­ríkj­un­um og hafa marg­ir for­stjór­ar stórra fyr­ir­tækja, þar á meðal fjöl­miðlafyr­ir­tækja, reynt að mynda góð sam­skipti við verðandi Banda­ríkja­for­set­ann.

Bezos hef­ur til að mynda ferðast til Flórída til að hitta Trump og það hef­ur Tim Cook, for­stjóri Apple, einnig gert. Þá hafa mynd­ast sterk tengsl á milli Trumps og auðjöf­urs­ins Elon Musk.

Sterk tengsl hafa myndast á milli Donalds Trumps og auðjöfursins …
Sterk tengsl hafa mynd­ast á milli Don­alds Trumps og auðjöf­urs­ins Elons Musk. AFP

Hættu­legt fyr­ir frjálsa fjöl­miðlun

Skop­mynda­teikn­ar­inn Ann Telnaes, sem hlotið hef­ur Pu­litzer-verðlaun­in ásamt öðrum verðlaun­um fyr­ir skop­mynd­ir sín­ar, tjáði sig um upp­sögn­ina með færslu á miðlin­um Su­bstack.

Seg­ir Telnaes í færslu sinni að þó að skop­mynd­um henn­ar hafi áður verið hafnað væri þetta í fyrsta skipti sem skop­mynd henn­ar væri hafnað vegna þess viðfangs­efn­is sem hún tek­ur fyr­ir og seg­ir hún at­vikið vera hættu­legt fyr­ir frjálsa fjöl­miðlun.

Vildu koma í veg fyr­ir end­ur­tekið efni

Washingt­on Post, sem hef­ur slag­orðið Lýðræði deyr í myrkri, hef­ur tjáð sig um at­vikið en í yf­ir­lýs­ingu frá rit­stjóra blaðsins, Dav­id Shipley, seg­ir að skop­mynd­inni hafi verið hafnað á þeim grunni að ný­búið var að birta dálk um sama viðfangs­efni og skop­mynd­in tók fyr­ir.

Þá hafi einnig verið búið að áætla ann­an dálk og vildi miðil­inn því koma í veg fyr­ir end­ur­tekn­ingu viðfangs­efn­is­ins.

At­hygli vakti í októ­ber á síðasta ári þegar Washingt­on Post sagðist ekki munu lýsa yfir stuðningi við neinn for­setafram­bjóðanda í kosn­ing­un­um en var það í fyrsta skipti í 32 ár sem miðill­inn lýsti ekki yfir stuðningi við for­setafram­bjóðanda demó­krata.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert