Svipti sig lífi fyrir sprenginguna

Matthew Allan Livelsberger tók sitt eigið líf og olli sprengingu …
Matthew Allan Livelsberger tók sitt eigið líf og olli sprengingu fyrir utan Trum-hótel í Las Vegas á nýársdag. ETHAN MILLER

Matt­hew Alan Li­vels­ber­ger, sem olli spreng­ingu í Cy­bertruck-bif­reið fyr­ir utan Trump-hót­el í Las Vegas á ný­árs­dag, féll fyr­ir eig­in hendi rétt fyr­ir spreng­ing­una og hafa bréfa­skrif hans fyr­ir spreng­ing­una veitt inn­sýn í líf hans. 

CNN grein­ir frá.

Áður hef­ur verið sagt frá því að Li­vels­ber­ger sinnti herþjón­ustu í banda­ríska hern­um en var í leyfi frá störf­um sín­um þegar hann olli spreng­ing­unni. Yf­ir­völd segja að Li­vels­ber­ger hafi lát­ist af völd­um skotsárs á höfði.

Greind­ist með þung­lyndi á síðasta ári

Sam­kvæmt miðlin­um greind­ist Li­vels­berg með þung­lyndi á síðasta ári. Þrátt fyr­ir það var hann ekki tal­inn hættu­leg­ur sjálf­um sér eða öðrum. 

Lög­reglu­yf­ir­völd hafa nú deilt með fjöl­miðlum vest­an­hafs bréf­um sem Li­vels­ber­ger skrifaði dag­ana fyr­ir spreng­ing­una. Þar koma fram áhyggj­ur hans varðandi framtíð Banda­ríkj­anna og stefnu lands­ins, sem hann taldi vera á niður­leið.

Þrátt fyr­ir það kem­ur þó fram í bréf­un­um að hann var dygg­ur stuðnings­maður Don­alds Trumps, verðandi Banda­ríkja­for­seta, og einnig var hann aðdá­andi Elon Musk og Robert F. Kenn­e­dy Jr.

Ljósmynd sem var tekin fyrir utan hótelið.
Ljós­mynd sem var tek­in fyr­ir utan hót­elið. ET­H­AN MILLER

Í bréf­un­um rit­ar Li­vels­ber­ger einnig að hann þurfi að hreinsa hug sinn vegna þeirra lífa sem hann tók sem hermaður í banda­ríska hern­um.

Að sögn Spencer Evans, full­trúa FBI í Las Vegas, er um að ræða hörmu­legt sjálfs­víg her­manns sem glímdi við áfall­a­streiturösk­un og önn­ur vanda­mál.

Seg­ir spreng­ing­una ekki hryðju­verk

Þá kem­ur einnig fram í bréf­um Li­vels­ber­ger að spreng­ing­in væri ekki hryðju­verka­árás held­ur vakn­ing fyr­ir Banda­rík­in. Hann rit­ar að Banda­ríkja­menn veiti aðeins sjón­arspili og of­beldi at­hygli og þurfti því flug­elda og spreng­ingu til að koma skoðunum hans á fram­færi.

Í grein CNN er einnig rætt við fyrr­um koll­ega Li­vels­ber­ger úr hern­um og er hon­um þar meðal ann­ars lýst sem góðhjörtuðum manni sem sá til þess að börn í Af­gan­ist­an fengju leik­föng þegar hann sinnti herþjón­ustu þar.

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert