Fánar í hálfri stöng ergja Trump

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti.
Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti. EVA MARIE UZCATEGUI

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, kvartaði yfir því í viðtali á föstudag að bandarískum fánum yrði flaggað í hálfa stöng þegar hann verður settur í embætti 20. janúar.

Reuters-fréttastofan fjallar um þetta.

Joe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseti, fyrirskipaði að fánum yrði  flaggað í hálfa stöng í 30 daga frá andláti Jimmy Carters, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en hann lést 29. desember.

Trump hefur gefið út að hann ætli að vera viðstaddur minningarathöfn Carters sem verður 9. janúar. Hann segir að þetta verði í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna þar sem forseti verður settur í embætti með fánann flaggaðan í hálfa stöng.

„Það vill enginn sjá þetta og enginn Bandaríkjamaður getur verið ánægður með þetta. Við skulum sjá hvernig þetta fer,“ sagði hann á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert