Fánar í hálfri stöng ergja Trump

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti.
Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti. EVA MARIE UZCATEGUI

Don­ald Trump, verðandi Banda­ríkja­for­seti, kvartaði yfir því í viðtali á föstu­dag að banda­rísk­um fán­um yrði flaggað í hálfa stöng þegar hann verður sett­ur í embætti 20. janú­ar.

Reu­ters-frétta­stof­an fjall­ar um þetta.

Joe Biden, frá­far­andi Banda­ríkja­for­seti, fyr­ir­skipaði að fán­um yrði  flaggað í hálfa stöng í 30 daga frá and­láti Jimmy Cart­ers, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, en hann lést 29. des­em­ber.

Trump hef­ur gefið út að hann ætli að vera viðstadd­ur minn­ing­ar­at­höfn Cart­ers sem verður 9. janú­ar. Hann seg­ir að þetta verði í fyrsta skipti í sögu Banda­ríkj­anna þar sem for­seti verður sett­ur í embætti með fán­ann flaggaðan í hálfa stöng.

„Það vill eng­inn sjá þetta og eng­inn Banda­ríkjamaður get­ur verið ánægður með þetta. Við skul­um sjá hvernig þetta fer,“ sagði hann á föstu­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert