Meloni heimsótti Trump í Mar-a-Lago

Trump og Meloni funduðu í gær.
Trump og Meloni funduðu í gær. AFP/Filippo Attili/Palazzo Chigi

Gi­orgia Meloni, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, fór í óop­in­bera heim­sókn til Don­alds Trumps, verðandi Banda­ríkja­for­seta, í Mar-a-Lago í Flórída­ríki í gær.

Mynd­ir frá heim­sókn­inni voru á forsíðum margra ít­alskra dag­blaða í morg­un.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Trump og Meloni hafi …
Banda­rísk­ir fjöl­miðlar greina frá því að Trump og Meloni hafi snætt kvöld­verð sam­an. AFP/​Fil­ippo Attili/​Palazzo Chigi

Meloni er meðal nokk­urra þjóðarleiðtoga sem hafa fundað með Trump síðan hann var kjör­inn for­seti í nóv­em­ber. Trump tek­ur við embætt­inu á ný 20. janú­ar.

Just­in Trudeau, for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, fundaði til að mynda með Trump í Flórída­ríki í lok nóv­em­ber. 

Leiðtogarnir stilltu sér upp saman.
Leiðtog­arn­ir stilltu sér upp sam­an. AFP/​Fil­ippo Attili/​Palazzo Chigi
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert