Neyðarástandi lýst yfir vegna veðurs

Spáð er kaldasta janúarmánuði síðan árið 2011.
Spáð er kaldasta janúarmánuði síðan árið 2011. Ljósmynd/Colourbox

Neyðarástandi hef­ur verið lýst yfir vegna veðurs í nokkr­um ríkj­um í Banda­ríkj­un­um vegna kulda og mik­ill­ar snjó­komu. 

Ef veður­spá­in geng­ur eft­ir má gera ráð fyr­ir kald­asta janú­ar­mánuði frá ár­inu 2011 og mestu snjó­komu í ára­tug. Þá er spáð tölu­verðum vindi sem ger­ir aðstæður enn verri, bæði hvað varðar vind­kæl­ingu og áhrif á sam­göng­ur. En fólk er varað við ferðalög­um. BBC grein­ir frá.

Því er spáð að storm­ur­inn gangi til aust­urs frá miðvest­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna og nái til Mið-Atlants­hafs­svæðis­ins í kvöld.

Áfram er svo spáð leiðinda­veðri á morg­un, en á þriðju­dag má bú­ast við að veðrið fari að ganga niður.

Neyðarástandi hef­ur verið lýst yfir í Kentucky, Virg­in­íu, Kans­as, Ark­ans­as og Mis­souri, en veðurviðvör­un er í gangi í sam­tals 30 ríkj­um.

Veður­fræðing­ar segja að þetta öfga­fulla veðurfar megi rekja til kulda­polls sem borist hef­ur frá Norður­heim­skaut­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert