Segir Hamas reiðubúin að sleppa 34 gíslum

Embættismaðurinn segir samtökin búin að samþykkja lista yfir gísla sem …
Embættismaðurinn segir samtökin búin að samþykkja lista yfir gísla sem megi sleppa. AFP

Hátt­sett­ur emb­ætt­ismaður Ham­as-hryðju­verka­sam­tak­anna seg­ir sam­tök­in reiðubú­in að sleppa 34 gísl­um í fyrsta áfanga hugs­an­legs fanga­skipta­samn­ings við Ísra­el, að því er hann sagði í sam­tali við AFP-frétta­veit­una í dag.

Emb­ætt­ismaður­inn seg­ir sam­tök­in búin að samþykkja að sleppa gísl­un­um sam­kvæmt lista sem ísra­elsk stjórn­völd hafa lagt fram.

Skrif­stofa Benja­míns Net­anja­hús, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, seg­ir Ham­as enn eiga eft­ir að leggja fram lista yfir gísla til sín í sam­bandi við hugs­an­leg­an fanga­skipta­samn­ing.

„Ham­as-sam­tök­in hafa samþykkt að sleppa föng­un­um 34, hvort sem þeir eru á lífi eða látn­ir. Hóp­ur­inn þarf þó að fá viku til að eiga sam­skipti við fanga­verðina og bera kennsl á þá sem eru á lífi og þá sem eru látn­ir,“ sagði emb­ætt­ismaður­inn.

Af 251 sem var tek­inn hönd­um í árás­inni 7. októ­ber árið 2023 eru 96 gísl­ar enn á Gasa­svæðinu. Ísra­els­menn segja 34 af þeim látna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert