Sýrlenskir ráðamenn heimsækja Katar

Ahmed al-Sharaa, leiðtogi uppreinsarhópsins sem steypti Assad af stóli.
Ahmed al-Sharaa, leiðtogi uppreinsarhópsins sem steypti Assad af stóli. AFP

Ráðherrar úr nýrri bráðabirgðastjórn Sýrlands komu til Katar í morgun í sína fyrstu heimsókn frá því Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta landsins, var steypt af stóli í desember. AFP-fréttastofan greinir frá.

Um er að ræða nýjan bráðabirgðautanríkisráðherra Sýrlands, Asaad al-Shaibani, varnarmálaráðherra landsins, Morhaf Abu Kasra, og nýjan yfirmann leyniþjónustunnar, Anas Khattab. 

Shaibani greindi frá tilvonandi heimsókn á samfélagsmiðlinum X á föstudag. 

„Við hlökkum til þessarar heimsóknar og viljum með henni stuðla að stöðugleika, öryggi og efnahagslegum bata, ásamt því að byggja upp góð tengsl,“ skrifaði utanríkisráðherrann.

Til stendur að sendinefndin ræði samvinnu á milli landanna tveggja við ráðamenn í Katar.

Ólíkt öðrum Arabalöndum sleit Katar aldrei diplómatísk tengsl við Sýrland þegar Assad var við völd. Þá var Katar annað landið á eftir Tyrklandi til að opna aftur sendiráð í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, eftir að stjórn Assad var steypt af stóli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert