Búist við afsögn Trudeaus

Kanadíski forsætisráðherrann Justin Trudeau.
Kanadíski forsætisráðherrann Justin Trudeau. AFP

Just­in Trudeau, for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, mun að öll­um lík­ind­um til­kynna af­sögn sína á blaðamanna­fundi sem hefst von bráðar.

Heim­ild­armaður inn­an kanadísku rík­is­stjórn­ar­inn­ar sagði við AFP að ráðherr­ann hefði ákveðið að stíga til hliðar en það lægi þó ekki fyr­ir hvenær það myndi ger­ast.

„Þetta er ákveðið, hann mun fara. Það á bara eft­ir að koma í ljós hvenær það verður,“ sagði heim­ild­armaður­inn.

Ráðherra þar til nýr leiðtogi verði kjör­inn

Sér­fræðing­ar telja að Trudeau muni hugs­an­lega stíga til hliðar sem formaður Frjáls­lynda flokks­ins en halda sæti sínu sem for­sæt­is­ráðherra á meðan flokk­ur­inn vel­ur sér nýj­an leiðtoga, en það ferli gæti tekið nokkra mánuði.

Fylgi Frjáls­lynda flokks­ins hef­ur dreg­ist sam­an síðustu mánuði. Í des­em­ber steig Chrystia Free­land, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra og vara­for­sæt­is­ráðherra Trudeau, til hliðar.

Í harðorðu af­sagn­ar­bréfi sakaði Free­land Trudeau um að beita póli­tísk­um brell­um til að friða kjós­end­ur í stað þess að koma jafn­vægi á fjár­mál rík­is­ins í aðdrag­anda hugs­an­legs tolla­stríðs við Banda­rík­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert