Trudeau segir af sér

Justin Trudeau tilkynnti afsögnina á blaðamannafundi.
Justin Trudeau tilkynnti afsögnina á blaðamannafundi. AFP

Just­in Trudeau, for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, seg­ir af sér sem formaður Frjáls­lynda flokks­ins og sem for­sæt­is­ráðherra.

Hann til­kynnti þetta á blaðamanna­fundi rétt í þessu.

Hann mun stíga til hliðar eft­ir að flokk­ur­inn hef­ur valið sér nýj­an leiðtoga.

Spennt­ur að fylgj­ast með næstu mánuðum

Hann sagði kanadíska þingið hafa verið í lamasessi síðustu mánuði. Í morg­un óskaði hann eft­ir því að hlé yrði gert á þing­inu og að það kæmi aft­ur sam­an 24. mars.

Hann sagðist spennt­ur fyr­ir því að fylgj­ast með at­b­urðarás­inni fram und­an, þar sem nýr leiðtogi verður val­inn.

Í svari við spurn­ingu blaðamanns sagði hann sína einu eft­ir­sjá í embætti vera að hafa ekki ráðist í breyt­ing­ar á kosn­inga­lög­um í for­sæt­is­ráðherratíð sinni. Breyt­ing­ar sem hefðu að hans sögn dregið úr skaut­un í sam­fé­lag­inu.

Vill ekki greina frá hvað fór þeirra á milli

Fjár­málaráðherra Trudeau, Chrystia Free­land, sagði af sér í des­em­ber. Trudeau kvaðst von­svik­inn með ákvörðun henn­ar, hann hefði von­ast til að hún myndi halda áfram. Þetta hefði þó verið henn­ar að ákveða.

Þá sagðist hann ekki vilja deila því hvað fór þeirra á milli þegar hún sagði af sér.

Af­sögn Free­land skapaði enn meiri póli­tísk­an þrýst­ing á Trudeau að segja af sér.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert