Trump yngri á leið til Grænlands

Feðgarnir Donald Trump og Donald Trump yngri á góðri stundu.
Feðgarnir Donald Trump og Donald Trump yngri á góðri stundu. AFP

Don­ald Trump yngri, elsti son­ur verðandi Banda­ríkja­for­seta, er á leið til Græn­lands, tveim­ur vik­um eft­ir að faðir hans sagði að eign­ar­hald Banda­ríkj­anna á Græn­landi væri nauðsyn í þágu al­heims­friðar og -ör­ygg­is.

Greint var frá því fyr­ir tveim­ur vik­um eft­ir að Trump lét orðin falla í færslu á miðli sín­um, Truth Social.

Ráðuneytið ger­ir eng­ar at­huga­semd­ir

Í yf­ir­lýs­ingu frá danska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu seg­ir að vitað sé af fyr­ir­hugaðri heim­sókn Don­alds Trumps Jr. til Græn­lands en þar sem ekki sé um op­in­bera heim­sókn Banda­ríkj­anna að ræða séu eng­ar at­huga­semd­ir gerðar við heim­sókn­ina.

Eft­ir að Trump birti færslu sína steig for­sæt­is­ráðherra Græn­lands, Mute Egede, fram og lýsti því yfir að Græn­land væri ekki til sölu.

Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa verið gerðar op­in­ber­ar um ferðina en svo virðist sem um sé að ræða per­sónu­lega ferð Trumps.

Haft er eft­ir Min­inn­gu­aq Kleist, græn­lensk­um diplómata, að ekki sé bú­ist við að Trump yngri muni ganga á fund græn­lenskra emb­ætt­is­manna í heim­sókn sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert