Kveðst ekki í kauphug í Grænlandsferðinni

Donald Trump yngri kveðst einungis staddur í heimsókn á Grænlandi …
Donald Trump yngri kveðst einungis staddur í heimsókn á Grænlandi sem ferðamaður. AFP

Don­ald Trump yngri, son­ur fyrr­ver­andi og verðandi for­seta Banda­ríkj­anna, seg­ir yf­ir­stand­andi heim­sókn sína til Græn­lands ekki gerða með það í huga að kaupa landið.

„Ég er ekki hér í þeim til­gangi að festa kaup á land­inu. Ég er ein­ung­is að fara sem ferðamaður,“ sagði hann við blaðamenn eft­ir að hann lenti við höfuðstaðinn Nuuk í dag.

Faðir hans, Don­ald Trump eldri, kvaðst á sama tíma ekki úti­loka að beita hern­um til að ná land­inu á sitt vald.

Trump eldri kveðst vilja „gera Grænland stórkostlegt aftur“ á samfélagsmiðli …
Trump eldri kveðst vilja „gera Græn­land stór­kost­legt aft­ur“ á sam­fé­lags­miðli sín­um Truth Social. AFP

Græn­land til­heyr­ir Græn­lend­ing­um

Mette Frederiks­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, ít­rekaði í dag við danska fjöl­miðla að Græn­land til­heyrði Græn­lend­ing­um.

Græn­lensk­ir ​​fjöl­miðlar segja enga op­in­bera fundi skipu­lagða með Trump yngri og að bú­ist sé við því að hann stoppi ein­ung­is í nokkr­ar klukku­stund­ir í land­inu.

Græn­land er sem kunn­ugt er sjálfs­stjórn­ar­svæði sem heyr­ir und­ir Dan­mörku, sem er bandamaður Banda­ríkj­anna til margra ára­tuga og eitt stofn­ríkja Atlants­hafs­banda­lags­ins. 

Donald Trump yngri mætti til höfuðborgarinnar Nuuk í dag í …
Don­ald Trump yngri mætti til höfuðborg­ar­inn­ar Nuuk í dag í einka­flug­vél merktri ætt­ar­nafni hans. AFP

„GER­UM GRÆNLAND STÓRKOST­LEGT AFT­UR!“

Trump eldri hef­ur um nokk­urt skeið haft hug á yf­ir­ráðum á svæðinu og hef­ur meðal ann­ars sagt ríkið myndu dafna og blómstra und­ir væng Banda­ríkj­anna.

„Við mun­um vernda það og passa frá ill­um ut­anaðkom­andi öfl­um. GER­UM GRÆNLAND STÓRKOST­LEGT AFT­UR!“ skrifaði til­von­andi for­set­inn á sam­fé­lags­miðil sinn Truth Social.

Græn­land á sér stór­ar jarðefna- og ol­íu­auðlind­ir, þó svo að olíu- og úr­an­leit sé bönnuð með lög­um í land­inu. Staðsetn­ing lands­ins er Trump eldri einnig hug­fang­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert