Kveðst ekki í kauphug í Grænlandsferðinni

Donald Trump yngri kveðst einungis staddur í heimsókn á Grænlandi …
Donald Trump yngri kveðst einungis staddur í heimsókn á Grænlandi sem ferðamaður. AFP

Donald Trump yngri, sonur fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, segir yfirstandandi heimsókn sína til Grænlands ekki gerða með það í huga að kaupa landið.

„Ég er ekki hér í þeim tilgangi að festa kaup á landinu. Ég er einungis að fara sem ferðamaður,“ sagði hann við blaðamenn eftir að hann lenti við höfuðstaðinn Nuuk í dag.

Faðir hans, Donald Trump eldri, kvaðst á sama tíma ekki útiloka að beita hernum til að ná landinu á sitt vald.

Trump eldri kveðst vilja „gera Grænland stórkostlegt aftur“ á samfélagsmiðli …
Trump eldri kveðst vilja „gera Grænland stórkostlegt aftur“ á samfélagsmiðli sínum Truth Social. AFP

Grænland tilheyrir Grænlendingum

Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, ítrekaði í dag við danska fjölmiðla að Grænland tilheyrði Grænlendingum.

Grænlenskir ​​fjölmiðlar segja enga opinbera fundi skipulagða með Trump yngri og að búist sé við því að hann stoppi einungis í nokkrar klukkustundir í landinu.

Græn­land er sem kunn­ugt er sjálfs­stjórn­ar­svæði sem heyr­ir und­ir Dan­mörku, sem er bandamaður Banda­ríkj­anna til margra áratuga og eitt stofn­ríkja Atlants­hafs­banda­lags­ins. 

Donald Trump yngri mætti til höfuðborgarinnar Nuuk í dag í …
Donald Trump yngri mætti til höfuðborgarinnar Nuuk í dag í einkaflugvél merktri ættarnafni hans. AFP

„GERUM GRÆNLAND STÓRKOSTLEGT AFTUR!“

Trump eldri hefur um nokkurt skeið haft hug á yfirráðum á svæðinu og hefur meðal annars sagt ríkið myndu dafna og blómstra undir væng Bandaríkjanna.

„Við munum vernda það og passa frá illum utanaðkomandi öflum. GERUM GRÆNLAND STÓRKOSTLEGT AFTUR!“ skrifaði tilvonandi forsetinn á samfélagsmiðil sinn Truth Social.

Grænland á sér stórar jarðefna- og olíuauðlindir, þó svo að olíu- og úranleit sé bönnuð með lögum í landinu. Staðsetning landsins er Trump eldri einnig hugfangin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert