Meta lokar á staðreyndavaktina á Facebook í Bandaríkjunum

Auðkýfingurinn Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Meta, segir að staðreyndavaktin …
Auðkýfingurinn Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Meta, segir að staðreyndavaktin hafi gert meira illt en gott og því sé hún látin fjúka. AFP

Sam­fé­lags­miðill­inn Meta, sem er móður­fé­lag Face­book, hef­ur gert breyt­ing­ar á því hvernig fyr­ir­tækið hef­ur eft­ir­lit með því efni sem er birt á miðlum þess. Meta hef­ur m.a. aflagt staðreynda­vakt í Banda­ríkj­un­um, sem er meiri hátt­ar stefnu­breyt­ing og í takti við áhersl­ur Don­ald Trump, verðandi for­seta Banda­ríkj­anna.

„Við ætl­um að losa okk­ur við þá sem hafa verið á staðreynda­vakt­inni, þar sem þeir hafa verið of hlut­dræg­ir póli­tískt séð og hafa dregið meira úr trausti frem­ur en að efla það, þá sér í lagi í Banda­ríkj­un­um,“ seg­ir Mark Zucker­berg, stofn­andi og for­stjóri Meta, í færslu sem hann birti.

Zucker­berg seg­ir að þess í stað muni sam­fé­lags­miðlarn­ir Face­book og In­sta­gram beita svipaðri aðferðafræði og sam­fé­lags­miðil­inn X ger­ir, þar sem not­end­ur miðils­ins geta bætt við upp­lýs­ing­um eða at­huga­semd­um við færsl­ur til að út­skýra mál bet­ur eða setja þau í sam­hengi. Fyrstu skref­in í þessa veru verða stig­in í Banda­ríkj­un­um.

Kom mörg­um á óvart

Til­kynn­ing Meta, sem kom mörg­um á óvart, er í takti við þær gagn­rýn­isradd­ir sem Re­públi­kana­flokk­ur Trumps og Elon Musk, sem er eig­andi X, hafa lengi haft uppi um að fyrr­greind­ar staðreynda­vakt­ir beini spjót­um sín­um að hægri­sinnuðum rödd­um í mun meiri mæli. Það hef­ur leitt til þess að ríki á borð við Flórída og Texas hafa dregið úr slíku eft­ir­liti á sam­fé­lags­miðlum.

Zucker­berg seg­ir að for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um hafi verið eins kon­ar menn­ing­ar­leg­ur vendipunkt­ur þar sem tján­ing­ar­frelsið vegi nú þyngra en eft­ir­lit.

Zucker­berg hef­ur und­an­farið reynt að sætt­ast við Trump í kjöl­far kosn­inga­úr­slit­anna, en hann hef­ur m.a. gefið eina millj­ón dala í vígslu­sjóð hans.

Zuckerberg og Donald Trump hafa ekki verið perluvinir í gegnum …
Zucker­berg og Don­ald Trump hafa ekki verið perlu­vin­ir í gegn­um tíðina, en svo virðist sem að sam­skipti þeirra séu að fær­ast til betri veg­ar. AFP

Ekki alltaf perlu­vin­ir

Trump hef­ur gagn­rýnt Meta og Zucker­berg harðlega árum sam­an, en hann seg­ir fyr­ir­tækið ekki hafa verið óvil­hallt gagn­vart sér.

Trump var vikið af Face­book í kjöl­far árás­ar­inn­ar á banda­ríska þing­húsið 6. janú­ar 2021, en hann fékk aft­ur á móti aðgang­inn sinn aft­ur í árs­byrj­un 2023.

Þá snæddi Zucker­berg kvöld­verð heima hjá Trump í Mar-a-Lago í nóv­em­ber til að styrkja tengsl­in enn frem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert