Reyna að styrkja stöðuna fyrir Trump

AFP

Rúss­neski her­inn seg­ist hafa náð mik­il­væga bæn­um Kúrak­hóve í aust­ur­hluta Úkraínu á sitt vald.

Yf­ir­ráð yfir bæn­um, sem er sá stærsti í suðvest­ur­hluta Don­bas-héraðs, fælu í sér mik­il­væg­an áfanga­sig­ur fyr­ir Rússa eft­ir mánaðalanga sókn í lands­hlut­an­um, ekki síst sök­um þess að Úkraínu­menn hófu um helg­ina gagnárás í Kúrsk-héraði í Rússlandi eft­ir að hafa her­tekið hluta héraðsins í ág­úst.

Úkraínski her­for­ing­inn Mik­haíló Drapatí full­yrti í gær að með gagn­sókn­inni hefði Úkraínu­mönn­um þegar tek­ist að valda mann­tjóni í röðum Rússa.

Beggja vegna þess­ar­ar löngu víg­línu leit­ast stríðandi fylk­ing­ar við að bæta stöðu sína áður en Don­ald Trump sest aft­ur í stól Banda­ríkja­for­seta þann 20. janú­ar.

Hann hef­ur ít­rekað lofað því að hann muni skjótt geta bundið enda á stríðið með sam­komu­lagi um frið.

Eng­in skjót eða auðveld lausn

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti kallaði eft­ir því í gær að Úkraínu­menn yrðu raun­sæ­ir varðandi vænt­ing­ar sín­ar um landsvæði, nú þegar nær þrjú ár eru liðin frá inn­rás Rússa. Á fundi í Elysee-höll­inni ávarpaði hann sam­an­komna sendi­herra Frakk­lands og sagðist ekki sjá neina skjóta eða auðvelda lausn á átök­un­um.

„Banda­rík­in verða að hjálpa okk­ur að breyta eðli ástands­ins og sann­færa Rúss­land um að koma að samn­inga­borðinu,“ sagði Macron. Bætti hann við að Evr­ópa þyrfti einnig að bjóða Úkraínu skuld­bind­ing­ar um að gæta ör­ygg­is lands­ins.

„Nýr Banda­ríkja­for­seti veit sjálf­ur að Banda­rík­in eiga ekki mögu­leika á að vinna neitt, ef Úkraína tap­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert