Segir fyrr munu frjósa í helvíti

Trudeau segir ekki séns að Kanada sameinist Bandaríkjunum.
Trudeau segir ekki séns að Kanada sameinist Bandaríkjunum. AFP

Fráfarandi forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir að fyrr frjósi í helvíti en að Kanada sameinist Bandaríkjunum, eins og Donald Trump hefur viðrað hugmyndir um að undanförnu.

Trudeau svaraði sameiningarhugleiðingum tilvonandi Bandaríkjaforseta í stuttu tísti á X nú fyrir skömmu.

Segir hann vinnandi fólk og samfélög í báðum löndum njóta góðs af því að vera stærstu viðskipta- og öryggissamstarfsaðilar hvors annars.

Donald Trump og Justin Trudeau er allt lék í lyndi.
Donald Trump og Justin Trudeau er allt lék í lyndi. AFP

Vill beita „efnahagslegum öflum“

Trump hefur ítrekað gefið í skyn að Kanada ætti að sameinast Bandaríkjunum en hefur þó ekki gengið svo langt að tala um að ná sameiningunni fram með hervaldi, eins og í tilfelli Grænlands.

Hefur Trump í staðinn talað um að beita „efnahagslegum öflum“ til að knýja fram sameiningu þjóðanna tveggja.

Trudeau sagði af sér sem formaður Frjáls­lynda flokks­ins í gær og mun stíga til hliðar sem forsætisráðherra eft­ir að flokk­ur­inn hef­ur valið sér nýj­an leiðtoga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert