Tala látinna eftir að stór jarðskjálfti reið yfir fjalllendi Tíbets í morgun er komin í 95 og 130 eru slasaðir.
Frá þessu greina kínverskir ríkisfjölmiðlar. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna segir að skjálftinn hafi mælst 7,1 að stærð og hafi átt upptök á 10 kílómetra dýpi hátt uppi á afskekktu hásléttunni í Tíbet skammt frá landamærum Himalajaeyja að Nepal, um 80 mílur norður af Everest-fjalli. Að sögn kínverska yfirvalda mældist hann 6,8.
Skjálftinn fannst einnig í Kathmandu, höfuðborg Nepal, og á nokkrum stöðum í Indlandi en margar byggingar hrundu og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka. Á annað þúsund björgunaraðila eru við leit að fólki í rústum bygginga.
Meira en 1.000 hús skemmdust í Tingri-sýslu, þar sem upptök skjálftans eru, að því er ríkisfréttastofan Xinhua greinir frá.
Árið 2015 létust nærri 9.000 manns og meira en 22.000 slösuðust þegar skjálfti upp á 7,8 reið yfir Nepal og eyðilagði meira en hálfa milljón heimila.
A magnitude 6.8 earthquake rocked the northern foothills of the Himalayas near one of Tibet's holiest cities, killing at least 53 people and shaking buildings in neighboring Nepal, Bhutan and India https://t.co/adrOC4fXx8 pic.twitter.com/DuNbWlbO82
— Reuters (@Reuters) January 7, 2025