Þakkaði Íslandi mörg hundruð milljóna stuðning

Þorgerður Katrín og Andrí Sibíha, utanríkisráðherra Úkraínu.
Þorgerður Katrín og Andrí Sibíha, utanríkisráðherra Úkraínu. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu, Andrí Si­bíha, þakkaði Íslandi fyr­ir tveggja millj­óna evra stuðning við her­gagna­fram­leiðslu Úkraínu á fundi sín­um með Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur í dag.

Þor­gerður er í Kænug­arði í sinni fyrstu op­in­beru heim­sókn sem ut­an­rík­is­ráðherra Íslands.

Í til­kynn­ingu úkraínska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins seg­ir að Si­bíha hafi á fund­in­um lagt áherslu á sér­stök tengsl Úkraínu og Íslands, sem hann sagði ná þúsund ár aft­ur í tím­ann, og minnt­ist sér­stak­lega á að höfuðborg­in Kyiv bæri hið sér­staka nafn Kænug­arður á ís­lensku.

Hlakk­ar til auk­inna fjár­fest­inga

Lýsti hann yfir miklu þakk­læti í garð Íslands fyr­ir fjár­hagsaðstoðina og kvaðst hlakka til auk­inna fjár­fest­inga Íslands við úkraínsk­an her­gagnaiðnað.

„Við erum þakk­lát Íslandi fyr­ir ný­legt fram­lag upp á rúm­lega tvær millj­ón­ir evra til fram­leiðslu á úkraínsk­um vopn­um að „danskri fyr­ir­mynd“, sagði úkraínski ut­an­rík­is­ráðherr­ann en sam­starfs­verk­efnið var að frum­kvæði Dan­merk­ur.

Þá kvaðst hann þakk­lát­ur Íslandi fyr­ir að hafa sent gervilimi til Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert