Fimm þúsund og sex hundruð manns létu lífið í átökum glæpagengja á Haítí á síðasta ári, eða um þúsund fleiri en árið 2023. Þúsundir til viðbótar særðust eða var rænt.
Þetta sýnir ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna.
„Þessar tölur einar og sér ná ekki utan um hörmungarnar á Haítí en þær sýna engu að síður umfang þess óafturkræfa ofbeldis sem fólk er beitt,“ segir Volker Turk, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.