Yfir 200 þúsund heimili og byggingar eru án rafmagns vegna ægilegra skógarelda sem geisa nú í Los Angeles í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Skógareldarnir breiða hratt úr sér og engin leið er til að beisla útbreiðslu eldsins vegna vinda, að svo stöddu.
Um er að ræða þrjá skógarelda í úthverfum Los Angeles og tugþúsundir hafa verið fluttir á brott.
Enginn möguleiki er á að ráða niðurlögum eldanna í Los Angeles að svo stöddu og slökkviliðsmenn leggja áherslu á að bjarga mannslífum í staðinn, sagði David Acuna, upplýsingafulltrúi Cal Fire við CNN.
Spurður af CNN hvort það væri einhver von á því að það takist hemja eldana, miðað við hve vindurinn er mikill, svaraði Acuna: „Nei. Í alvörunni, það er ekki.“
Acuna sagði að sterkir vindar þýddu að eldarnir héldu áfram að breiðast út.
„Palisades [staðsetning á einum eld] er nú rétt rúmlega 3.000 hektarar. Eldurinn í Eaton við þjóðgarð Los Angeles er rúmlega 1.000 hektarar. Og Hurst-eldurinn við Sylmar er rétt rúmlega 100 hektarar. Þetta er þó að aukast vegna þess að vindarnir eru ekki að láta undan,“ sagði hann í viðtali við CNN.
Útbreiðsla eldsins á hverri mínútu er á stærð við fimm fótboltavelli samkvæmt CNN.