200 þúsund heimili og byggingar án rafmagns

Heimili sem varð eldinum að bráð.
Heimili sem varð eldinum að bráð. AFP/Josh Edelson

Yfir 200 þúsund heim­ili og bygg­ing­ar eru án raf­magns vegna ægi­legra skógar­elda sem geisa nú í Los Ang­eles í Kali­forn­íu-ríki Banda­ríkj­anna. Skóg­ar­eld­arn­ir breiða hratt úr sér og eng­in leið er til að beisla út­breiðslu elds­ins vegna vinda, að svo stöddu.

CNN grein­ir frá.

Um er að ræða þrjá skógar­elda í út­hverf­um Los Ang­eles og tugþúsund­ir hafa verið flutt­ir á brott. 

Eng­inn mögu­leiki á því að ráða niður­lög­um eld­anna

Eng­inn mögu­leiki er á að ráða niður­lög­um eld­anna í Los Ang­eles að svo stöddu og slökkviliðsmenn leggja áherslu á að bjarga manns­líf­um í staðinn, sagði Dav­id Acuna, upp­lýs­inga­full­trúi Cal Fire við CNN.

Spurður af CNN hvort það væri ein­hver von á því að það tak­ist hemja eld­ana, miðað við hve vind­ur­inn er mik­ill, svaraði Acuna: „Nei. Í al­vör­unni, það er ekki.“

Acuna sagði að sterk­ir vind­ar þýddu að eld­arn­ir héldu áfram að breiðast út.

Stækk­ar um fimm fót­bolta­velli á mín­útu

„Palisa­des [staðsetn­ing á ein­um eld] er nú rétt rúm­lega 3.000 hekt­ar­ar. Eld­ur­inn í Eaton við þjóðgarð Los Ang­eles er rúm­lega 1.000 hekt­ar­ar. Og Hurst-eld­ur­inn við Sylm­ar er rétt rúm­lega 100 hekt­ar­ar. Þetta er þó að aukast vegna þess að vind­arn­ir eru ekki að láta und­an,“ sagði hann í viðtali við CNN.

Útbreiðsla elds­ins á hverri mín­útu er á stærð við fimm fót­bolta­velli sam­kvæmt CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert