Boðar til fundar vegna hugmynda Trumps

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. mbl.is/Karítas

Mette Frederiks­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, hef­ur boðað leiðtoga þing­flokka í Dan­mörku til fund­ar á morg­un.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um danska rík­is­út­varps­ins er fund­ur­inn boðaður til að ræða hug­mynd­ir Don­alds Trumps, verðandi for­seta Banda­ríkj­anna, um kaup á Græn­landi.

Trump lýsti því yfir á blaðamanna­fundi í gær að hann úti­lokaði ekki að Banda­rík­in myndu leggja Græn­land und­ir sig með hervaldi. Hann kvaðst telja að eign­ar­hald Banda­ríkj­anna á Græn­landi væri nauðsyn­legt í þágu al­heims­friðar og -ör­ygg­is.

Græn­land er sjálfs­stjórn­ar­svæði sem heyr­ir und­ir Dan­mörku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert