Óskar eftir frestun við Hæstarétt

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti. AFP

Don­ald Trump, verðandi Banda­ríkja­for­seti, hef­ur óskað eft­ir því við Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna að upp­kvaðningu dóms yfir hon­um, í máli er varðar mútu­greiðslur, verði frestað. 

Dóms­upp­kvaðning­in er áætluð á föstu­dag, tíu dög­um áður en Trump mun sverja embættiseið og taka við embætti for­seta. 

Trump hafði áður óskað eft­ir því við dóm­stól­inn í New York að fresta dóms­upp­kvaðning­unni en dóm­ar­inn í mál­inu, Juan M. Merch­an, féllst ekki á þá beiðni. Lög­fræðing­ar hans hafi því snúið sér að æðsta dómsvaldi Banda­ríkj­anna og óskað eft­ir frest­un. 

Ólík­lega dæmd­ur í fang­elsi

Þann 30. maí á síðasta ári var Trump sak­felld­ur í 34 ákæru­liðum fyr­ir að hafa falsað viðskipta­skjöl og mútu­greiðslur til klám­mynda­leik­kon­unn­ar Stor­my Daniels fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar árið 2016. 

Merch­an hef­ur greint frá því að hann telji ólík­legt að hann muni dæma Trump til fang­elsis­vist­ar.

Sagði Merch­an einnig að ef Trump myndi sverja embættiseið nyti hann friðhelgi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert