Segir hugmyndir Trumps af og frá

Antony Blinken, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Antony Blinken, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP/Chip Somodevilla

Þó svo að Don­ald Trump, verðandi Banda­ríkja­for­seti, geri sér von­ir um að kaupa Græn­land er Ant­ony Blin­ken, frá­far­andi ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, á öðru máli og seg­ir að ekk­ert muni verða af kaup­un­um.

„Þetta er ekki að fara að ger­ast og því eng­in ástæða til að eyða tíma í þetta,“ sagði Blin­ken á blaðamanna­fundi í Par­ís fyrr í dag.

Trump hef­ur sagt að eign­ar­hald Banda­ríkj­anna á Græn­landi sé nauðsyn­legt í þágu al­heims­friðar og -ör­ygg­is. Hef­ur Trump einnig gefið út að hann úti­loki ekki að beita hervaldi til að ná Pana­maskurðinum og Græn­landi á sitt land.

Græn­land til­heyr­ir Græn­lend­ing­um

Son­ur Trumps, Don­ald Trump yngri, heim­sótti Græn­land í gær. Hann úti­lokaði að ferðin hefði verið með það í huga að festa kaup á land­inu og kvaðst hann vera stadd­ur þar sem ferðamaður. 

Græn­land er sjálfs­stjórn­ar­svæði sem heyr­ir und­ir Dan­mörku. Mette Frederiks­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, hef­ur síðustu daga ít­rekað að Græn­land til­heyri Græn­lend­ing­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert