Skógareldar í Los Angeles: Tugþúsundir fluttar á brott

Hús er alelda í Pacific Palisades-hverfinu.
Hús er alelda í Pacific Palisades-hverfinu. AFP

Mikl­ir skógar­eld­ar eru í út­hverfi Los Ang­eles í Kali­forn­íu og hef­ur um 30 þúsund manns verið skipað að yf­ir­gefa heim­ili sín.

Krist­in Crowley, slökkviliðsstjóri í Los Ang­eles, seg­ir að eng­ar fregn­ir hafi borist af dauðsföll­um eða meiðslum en hundruð slökkviliðsmanna eru komn­ir á svæðið og berj­ast við eld­ana á jörðu niðri og í lofti. Eld­arn­ir dreifðu sér hratt en öfl­ug­ir vind­ar hafa tor­veldað slökkvistarf.

Hundruð slökkviliðsmanna berjast við skógareldana.
Hundruð slökkviliðsmanna berj­ast við skógar­eld­ana. AFP

Slökkviliðsmenn hafa notað jarðýtur til að ýta tug­um far­ar­tækja úr vegi en skelkaðir íbú­ar yf­ir­gáfu bíla sína á eina veg­in­um inn úr hinu glæsi­lega Pacific Palisa­des-svæði og flúðu fót­gang­andi frá tæp­lega 3.000 hekt­ara eldi sem fór yfir svæði þar sem marg­ar glæsi­vill­ur urðu eld­in­um að bráð.

Skógar­eld­arn­ir kviknuðu um miðjan morg­un. Þeir breidd­ust hratt út og komu mörg­um íbú­um í opna skjöldu.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti, sem var í Los Ang­eles vegna fyr­ir­hugaðrar til­kynn­ing­ar um nýj­ar þjóðminj­ar, sagði að hann væri vel upp­lýst­ur um skógar­eld­ana og hef­ur boðið alla al­rík­isaðstoð sem þarf.

 

 

Fólk tekur myndir frá Will Rogers State Beach í Pacific …
Fólk tek­ur mynd­ir frá Will Rogers State Beach í Pacific Palisa­des-hverf­inu í Los Ang­eles. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert