Tala látinna komin upp í 126

Þúsundir viðbragðsaðila leita nú að eftirlifendum í rústum húsa eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir fjalllendi Tíbets í gær. Mjög kalt er á svæðinu og hefur frost farið niður í allt að 16 gráður. Aðstæður til leitar eru því erfiðar. AFP-fréttastofan greinir frá.

Leitað eru í rústum húsa við erfiðar aðstæður.
Leitað eru í rústum húsa við erfiðar aðstæður. AFP/CNS

Að minnsta kosti 126 hafa fundist látnir og 188 eru slasaðir. Samkvæmt yfirvöldum hefur tala látinna ekki hækkað síðan á þriðjudagskvöld.

Yfir 3.600 hús eyðilögðust í skjálftanum en 187 neyðarbúðum hefur verið komið upp til að koma allt að 46.500 manns í skjól.

AFP/CNS

Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna segir að skjálftinn hafi mælst 7,1 að stærð og hafi átt upptök á 10 kílómetra dýpi hátt uppi á afskekktu hásléttunni í Tíbet skammt frá landamærum Himalajaeyja að Nepal, um 80 mílur norður af Everest-fjalli. Að sögn kínverskra yfirvalda mældist skjálftinn 6,8.

AFP
AFP/CNS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert