Fimm látnir og eldar brenna í hæðum Hollywood

Um 1.500 hús og byggingar hafa orðið eldunum að bráð.
Um 1.500 hús og byggingar hafa orðið eldunum að bráð. MARIO TAMA

Að minnsta kosti fimm manns hafa látið lífið í gróðureld­un­um sem geisað hafa í kring­um Los Ang­eles í Kali­forn­íu­ríki í Banda­ríkj­un­um. Yf­ir­völd í rík­inu hafa skipað fólki að rýma hús sín í hæðum Hollywood eft­ir að nýir eld­ar blossuðu þar upp.

Allt að 1.500 bygg­ing­ar hafa brunnið í eld­un­um í kring­um næst­stærstu borg Banda­ríkj­anna og hafa yfir 130 þúsund manns þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín.

Að minnsta kosti sjö eld­ar geisa nú í Los Ang­eles og Ventura-héraði þess og staðfesti Robert Luna, lög­reglu­stjóri í Los Ang­eles-sýslu, við frétta­menn í gær­kvöld að fimm manns hafi týnt lífi í gróðureld­un­um skæðu.

Yfirvöld í Kaliforníu hafa skipað fólki að rýma hús sín …
Yf­ir­völd í Kali­forn­íu hafa skipað fólki að rýma hús sín í hæðum Hollywood eft­ir að nýir eld­ar blossuðu þar upp. AFP

Öll dauðsföll­in fimm hafa átt sér stað í eða í kring­um Alta­dena og Pasa­dena, þar sem Eaton-eld­ur­inn blossaði upp á þriðju­dags­kvöld að staðar­tíma, sem gaf íbú­um mjög lít­inn tíma til að flýja. Auk hinna látnu er fjöldi slasaðra sem ekki tókst að forðast eld­ana í tæka tíð.

Þúsund­ir slökkviliðsmanna vinna baki brotnu við að ná tök­um á gróðureld­un­um en vegna hvassviðris hef­ur slökkvistarf gengið afar illa og eld­ur­inn stjórn­laust á mörg­um svæðum.

„Þú varst ekki til­bú­inn fyr­ir svona marga elda,“ seg­ir slökkviliðsstjóri Los Ang­eles, Ant­hony C. Marrone. „Slökkvilið Los Ang­eles-sýslu og öll 29 slökkviliðin í sýsl­unni voru ekki viðbúin hörm­ung­um af þess­ari stærðargráðu,“ seg­ir Marrone við CNN.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hef­ur af­lýst fyr­ir­hugaðri ferð til Ítal­íu til að ein­beita sér að aðgerðum gegn gróðureld­un­um.

Bíll í ljósum logum í Altadena í Kaliforníu.
Bíll í ljós­um log­um í Alta­dena í Kali­forn­íu. MARIO TAMA
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert