Rússar fylgjast náið með Grænlandsáformum Trump

Rússar þakka fyrir að hugmyndir Trump eru enn á yfirlýsingastigi.
Rússar þakka fyrir að hugmyndir Trump eru enn á yfirlýsingastigi. Samsett mynd/AFP

Rúss­nesk stjórn­völd fylgj­ast vel með fram­vindu mála vegna yf­ir­lýs­inga Don­ald Trump, verðandi for­seta Banda­ríkj­anna, um að hann vilji ná yf­ir­ráðum yfir Græn­landi. AFP-frétta­stof­an grein­ir frá.

Í des­em­ber sagði Trump á miðli sín­um Truth Social að eign­ar­hald Banda­ríkj­anna á Græn­landi væri nauðsyn í þágu al­heims­friðar og ör­ygg­is. En í fyrri for­setatíð sinni talaði hann um að vilja kaupa Græn­land.

Í vik­unni sagði hann svo að blaðamanna­fundi að hann út­lokaði ekki að beita hervaldi til að ná Græn­landi á vald Banda­ríkj­anna. 

Dmi­try Peskov, talsmaður stjórn­valda í Kreml, seg­ir það þó ákveðinn létti að enn sé ein­göngu um yf­ir­lýs­ing­ar að ræða, ekki aðgerðir.

„Við fylgj­umst náið með frek­ar drama­tískri þróun mála, sem guði sé lof, er enn á því stigi að vera í formi yf­ir­lýs­inga,“ sagði Peskov.

„Við höf­um áhuga á að varðveita frið á þessu svæði og erum til­bú­in í sam­starf með hverj­um sem er, með það að leiðarljósi að varðveita frið og stöðug­leika,“ sagði hann jafn­framt.

Þá lagði hann til að Græn­lend­ing­ar fengju sjálf­ir að hafa eitt­hvað um málið að segja og benti á að Rúss­ar hefðu inn­limað fjög­ur héruð í Úkraínu eft­ir at­kvæðagreiðslu íbúa. Var inn­limun­um sögð hafa verið samþykkt með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta at­kvæða.

„Við ætt­um bera sömu virðingu fyr­ir skoðunum þessa fólks.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert