Bandaríkin bjóða 3,5 milljarða fyrir Maduro

Nicolas Maduro var formlega innvígður sem forseti Venesúela í þriðja …
Nicolas Maduro var formlega innvígður sem forseti Venesúela í þriðja sinn í dag. Efasemdir eru uppi um réttmæti sigurs hans í kosningunum. AFP

Banda­rísk yf­ir­völd hafa boðið 25 millj­ón­ir banda­ríkja­dala í verðlaun fyr­ir upp­lýs­ing­ar sem gætu leitt til hand­töku for­seta Venesúela, Nicolas Maduro, eða um 3,5 millj­arða króna.

Maduro var í dag vígður í for­seta­embættið og hófst þar með hans þriðja sex ára kjör­tíma­bil. 

Maduro kveðst hafa sigrað kosn­ing­arn­ar með 51,2% greiddra at­kvæða, en stjórn­ar­andstaðan seg­ir Ed­mundo Gonzá­les hafa verið rétt­mæt­an sig­ur­veg­ara með 67% at­kvæða. Hef­ur Gonzá­les neyðst til að flýja land í kjöl­farið.

Snúa bök­um sam­an gegn Maduro

Alþjóðasam­fé­lagið hef­ur einnig dregið sig­ur Maduro í kosn­ing­un­um í fyrra í efa, en lands­kjör­stjórn Venesúela er al­farið skipuð af sam­flokks­mönn­um hans og hef­ur stjórn­in ekki getað sýnt fram á gögn til að styðja mál sitt.

Hafa Banda­rík­in einnig boðið háar fjár­hæðir fyr­ir upp­lýs­ing­ar sem leiða til hand­töku og/​eða sak­fell­ing­ar inn­an­rík­is­ráðherr­ans, Di­os­da­do Ca­bello og Vla­dimir Padr­ino varn­ar­málaráðherra lands­ins.

Bret­ar, Evr­ópu­sam­bandið og Kan­ada hafa einnig ákveðið að beita Maduro og aðra emb­ætt­is­menn refsiaðgerðum eða tak­mörk­un­um.

Bandaríkin hafa heitið miklum fjárhæðum fyrir ábendingar sem leiða til …
Banda­rík­in hafa heitið mikl­um fjár­hæðum fyr­ir ábend­ing­ar sem leiða til hand­töku Maduro auk innviðaráðherra hans og varna­málaráðherra. AFP

Ákærður fyr­ir fíkni­efna­hryðju­verk

Banda­rík­in ákærðu Maduro árið 2020 og aðra hátt­setta emb­ætt­is­menn í Venesúela fyr­ir „fíkni­efna­hryðju­verk“ og sögðu þá hafa stuðlað að inn­flutn­ingi mik­ils magns kókaíns til Banda­ríkj­anna í þeim til­gangi að stofna lífi og heilsu Banda­ríkja­manna í hættu.

Banda­rík­in höfðu dregið úr olíuþving­un­um gegn Venesúela tíma­bundið í von um að það myndi hvetja Maduro til að halda frjáls­ar og lýðræðis­leg­ar kosn­ing­ar, en svo varð ekki.

Maduro hef­ur kennt Banda­ríkj­un­um og þving­un­um þeirra um efna­hags­hrun Venesúela og seg­ir þving­an­irn­ar ólög­mæt­ar og ein­kenn­ast af heimsvalda­stefnu. Gagn­rýn­end­ur Maduro kenna spill­ingu og efna­hags­legri óstjórn um bága efna­hags­stöðu lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert