Myrti móðurina og krefst forræðis barnsins

Hæstiréttur Noregs í Ósló mun á næstunni kveða upp dóm …
Hæstiréttur Noregs í Ósló mun á næstunni kveða upp dóm í máli manns sem krefst forræðis barns er hann átti með eiginkonu sinni en hana myrti hann í nóvember 2021. Ljósmynd/Wikipedia.org/Andreas Haldorsen

Fyrir Hæstarétti Noregs liggur nú að dæma um hvort maður sem nauðgaði og myrti eiginkonu sína í Molde í nóvember 2021 geti farið með forræði barns þeirra fyrrverandi hjónanna.

Við sama tækifæri braust maðurinn inn í hús nágranna þeirra og réðst þar á íbúana með þeim afleiðingum að við meðferð máls hans fyrir Héraðsdómi Mæris og Raumsdals hlaut hann dóm fyrir þrjár tilraunir til manndráps auk dráps konu sinnar og ákvað rétturinn refsingu hans 21 árs fangelsi, þá þyngstu sem norsk lög leyfa, að frátaldri nýupptekinni hámarksrefsingu fyrir hryðjuverkaárásir.

Hæstiréttur glímir nú við þá spurningu hvaða lagalega þýðingu það hafi að forsjárforeldri hafi ráðið hitt foreldrið af dögum. Héraðsdómur dæmdi að maðurinn skyldi ekki fá að umgangast barn sinn og svipti hann forsjá þess.

Þvert nei í héraði og lögmannsrétti

Dómarar áfrýjunardómstigsins lögmannsréttar komust að þeirri samhljóða niðurstöðu að maðurinn ætti engan umgengnisrétt gagnvart barni sínu, slík umgengni yrði barninu myllusteinn um háls andlega miðað við undangenginn verknað föðurins og háskaleg heilsu þess og þroska öllum.

May Britt Berg er lögmaður sveitarfélagsins Molde í Mæri og Raumsdal og flytur mál barnaverndar þess fyrir dómi. Telur hún stjórnendur á vettvangi sveitarfélagsins á einu máli gegn forræði föðurins. „Sveitarfélagið og barnaverndin eru þeirrar skoðunar að í þessu máli geti ekki verið um forsjá [föðurins] að ræða. En nú er það Hæstaréttar að taka afstöðu til þeirrar spurningar,“ segir Berg við norska ríkisútvarpið NRK.

NRK

NRK-II (dómurinn í héraði)

VG

Romsdals Budstikke

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert