Pútín tilbúinn í viðræður við Trump

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist tilbúinn í viðræður við Trump vegna …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist tilbúinn í viðræður við Trump vegna Úkraínu. AFP/Alexander Kazakov

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti er op­inn fyr­ir viðræðum við Don­ald Trump, sem tek­ur við sem for­seti í Banda­ríkj­un­um að nýju 20. janú­ar. Staðfesti talsmaður Pútíns að verið væri að und­ir­búa fund á milli þeirra tveggja.

Sagði talsmaður­inn, Dmi­try Peskov, að Pútín hefði ít­rekað sýnt áhuga á að hitta aðra þjóðarleiðtoga, meðal ann­ars for­seta Banda­ríkj­anna.

Meðal lof­orða Trumps fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um var að hann myndi enda stríðið á milli Rúss­lands og Úkraínu sem nú hef­ur staðið í um þrjú ár. Hann hef­ur þó aldrei lagt fram nán­ari lýs­ingu á plani um hvernig hann ætli að fara að því.

Í gær upp­lýsti Trump á fundi með rík­is­stjór­um Re­públi­kana­flokks­ins á Mar-a-Lago í Flórída að Pútín vildi funda með sér og að verið væri að skipu­leggja fund­inn.

Peskov sagði að eng­in skil­yrði væru af hálfu Pútíns fyr­ir fund­in­um. Það eina sem væri nauðsyn­legt væri sam­eig­in­leg­ur áhugi beggja aðila til að „leysa vanda­mál­in með sam­tali“.

Banda­ríkja­menn hafa veitt Úkraínu­mönn­um aðstoð síðan Rúss­land hóf inn­rás sína í landið í fe­brú­ar 2022, en aðstoðin er upp á tugi millj­arða dala. Hef­ur Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti sagt að slík­ur stuðning­ur sé for­senda þess að Úkraína tapi ekki stríðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert