Skipuleggja fund: „Hann vill hittast“

Frá þessu greindi hann í gærkvöldi.
Frá þessu greindi hann í gærkvöldi. AFP/Jim Watson/Emmanuel Dunand

Don­ald Trump, verðandi Banda­ríkja­for­seti, seg­ir að Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti vilji funda með hon­um og að verið sé að skipu­leggja hvar og hvenær þeir geti hist.

20. janú­ar tek­ur Trump við embætti for­seta Banda­ríkj­anna og í kosn­inga­bar­átt­unni lagði hann mikla áherslu á að binda enda á inn­rás­ar­stríð Rúss­lands í Úkraínu.

„Hann vill hitt­ast og við erum að koma því í kring,“ sagði Trump í gær á fundi með rík­is­stjór­um Re­públi­kana­flokks­ins á Mar-a-Lago í Flórída.

Selenskí tel­ur að stríðið endi fyrr með Trump

Trump hef­ur aldrei lagt fram nein­ar bein­ar til­lög­ur um vopna­hlé eða friðarsamn­ing og hef­ur oft gagn­rýnt þá miklu hernaðaraðstoð sem Banda­rík­in hafa veitt Úkraínu, án þess að vita hvert enda­mark­miðið sé.

Í nóv­em­ber fundaði Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti með Trump í New York.

„Það er al­veg ljóst að stríðið mun enda fyrr und­ir stefnu þeirra sem munu brátt leiða Hvíta húsið. Það er þeirra nálg­un, þeirra lof­orð til Banda­ríkja­manna,“ sagði Selenskí í sam­tali við úkraínska fjöl­miðil­inn Su­spil­ne í kjöl­far fund­ar­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka