Flugritar hættu að virka mínútum fyrir slysið

Brak Jeju-Air-vélarinnar rannsakað.
Brak Jeju-Air-vélarinnar rannsakað. AFP/Yonhap

Flugritar Jeju-Air-flugvélarinnar sem brotlenti í Suður-Kóreu 29. desember hættu að virka fjórum mínútum fyrir slysið, að sögn samgönguyfirvalda þar í landi.

Vonast var til að svörtu kassarnir svokölluðu gæfu vísbendingar um hvað hefði orðið til þess að vél­in brot­lenti með 181 mann um borð. Ein­ung­is tveir slysið lifðu af.

Flugslysið er það mannskæðasta sem orðið hefur á suðurkóreskri grundu.

CVR-flugriti vélarinnar.
CVR-flugriti vélarinnar. AFP/Innviða- og samgönguráðuneyti Suður-Kóreu

CVR og FDR gögn ekki skráð

„Greiningin leiddi í ljós að bæði CVR- og FDR-gögnin voru ekki skráð fjórum mínútum áður en vélin lenti í árekstrinum,“ segir í yfirlýsingu samgönguráðuneytis Suður-Kóreu. 

Yfirvöld áætla að rannsaka frekar hvers vegna þetta hafi verið raunin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert