Alice Weidel er kanslaraefni þjóðernisflokksins Alternative für Deutschland (AfD). Hún heitir því að loka landamærum Þýskalands komist flokkurinn í ríkisstjórn. Olaf Scholz Þýskalandskanslari er kanslaraefni Verkamannaflokksins.
Í lok desember leysti Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, upp sambandsþingið. Þjóðverjar munu því ganga til kosninga þann 23. febrúar.
Á flokksþingi AfD í dag var Weidel valin sem kansalarefni flokksins í komandi kosningum. Í ræðu sinni á flokksþingi sagði Weidel að hún myndi loka landamærum landsins kæmist flokkurinn í ríkisstjórn.
„Við erum með svörin. Við erum með plan. Við erum með plan fyrir framtíð Þýskaland sem við munum koma í framkvæmd á fyrstu 100 dögum í ríkisstjórn. Lokum landamærunum algjörlega og vísum á brott þeim sem koma ólöglega til landsins og án pappíra. Sendum skýr skilaboð til heimsins: Landamæri Þýskalands eru lokuð,“ sagði Weidel í ræðu sinni.