Óskar föður sínum dauða í fangelsi

Caroline Darian, dóttir Gisele og Dominique Pelicot.
Caroline Darian, dóttir Gisele og Dominique Pelicot. AFP/Christophe Simon

Dótt­ir Dom­in­ique Pelicot, Frakka sem var fund­inn sek­ur um að hafa byrlað fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni, Gisèle Pelicot, svo tug­ir ókunn­ugra gætu nauðgað henni, seg­ir rétt­ast að faðir henn­ar myndi deyja í fang­elsi.

Dom­in­ique Pelicot var dæmd­ur í 20 ára fang­elsi í des­em­ber eft­ir rétt­ar­höld sem vöktu mik­inn óhug í Frakklandi og víðar um heim. 50 vitorðsmenn hans hlutu einnig dóma, allt frá þrem­ur árum upp í 15 ár.

Gisèle Pelicot eftir að fyrrverandi maður hennar var dæmdur í …
Gisèle Pelicot eft­ir að fyrr­ver­andi maður henn­ar var dæmd­ur í 20 ára fang­elsi. AFP/​Migu­el Med­ina

Alltaf verið perri

Carol­ine Dari­an, dótt­ir Dom­in­ique og Gisèle, seg­ir í viðtali við BBC að faðir henn­ar hafi alltaf verið perri. 

„Hann ætti að deyja í fang­elsi, hann er hættu­leg­ur maður,“ seg­ir Dari­an í þætt­in­um Pelicot Trial: The Daug­hter's Story sem Breska rík­is­út­varpið sýn­ir á mánu­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert