Vilja reisa fleiri loftvarnabyrgi

Jonas Gahr Støre forsætisráðherra (t.h.) og Emelie Enger Mehl dómsmálaráðherra …
Jonas Gahr Støre forsætisráðherra (t.h.) og Emelie Enger Mehl dómsmálaráðherra kynna hér hvítbók norskra stjórnvalda um viðbúnað. AFP/Rodrigo Freitas

Stjórn­völd í Nor­egi greindu frá því í gær að þau vildu setja aft­ur í bygg­ing­ar­reglu­gerðir skyldu um að reisa loft­varna­byrgi í ný­bygg­ing­um, en kvöð um slíkt var tek­in út árið 1998. Er þetta ein af um hundrað til­lög­um sem norsk stjórn­völd hafa sett fram til þess að búa landið bet­ur und­ir hugs­an­leg stríðsátök og auka þraut­seigju lands­ins komi til stríðs.

Dóms­málaráðherra Nor­egs, Em­ilie Enger Mehl, sagði í gær að Norðmenn þyrftu að stíga ýmis skref til þess að bregðast við krís­um og styrj­öld­um, en hún og Jon­as Gahr Støre kynntu hvít­bók rík­is­stjórn­ar­inn­ar um und­ir­bún­ing fyr­ir neyðarástand.

Seg­ir meðal ann­ars í hvít­bók­inni að Úkraínu­stríðið hafi varpað ljósi á þá þörf að all­ar stærri bygg­ing­ar búi yfir loft­varna­byrgj­um. Þá er vak­in sér­stök at­hygli á því að í Nor­egi séu nú til næg byrgi til þess að taka á móti um 45% af íbú­um lands­ins, en í Finn­landi er sama hlut­fall um 90%, í Dan­mörku um 80% og í Svíþjóð um 70%.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert