Búast við 400 milljónum gesta

Búist er við álíka mörgum á hátíðina og búa í …
Búist er við álíka mörgum á hátíðina og búa í Bandaríkjunum og Kanada samanlagt. AFP/Niharika Kulkarni

Gíf­ur­leg­ur fjöldi píla­gríma af hind­úa­trú hef­ur safn­ast sam­an á Indlandi til þess að baða sig í heil­ögu vatni á Kumbh Mela-hátíðinni. Skipu­leggj­end­ur bú­ast við 400 millj­ón­um gesta.

Kumbh Mela-hátíðin er hald­in á bökk­um Ganges-fljóts og er það trú hind­úa að þeir geti þvegið af sér synd­ir sín­ar með því að baða sig í vatni ár­inn­ar.

Hátíðin hefst í dag og stend­ur til 26. fe­brú­ar. Hún er hald­in á tólf ára fresti og er bú­ist við að hátíðin í ár verði stærsta trú­ar­sam­koma mann­kyns­sög­unn­ar.

Árbakkinn í Prayagraj er þakinn hafi tjalda.
Árbakk­inn í Praya­graj er þak­inn hafi tjalda. AFP/​R. Sat­ish Babu

150.000 sal­erni smíðuð

„Um 350 til 400 millj­ón­ir manna munu heim­sækja hátíðina, þannig að þú get­ur ímyndað þér um­fang und­ir­bún­ings­ins,“ seg­ir Vi­vek Chat­ur­vedi, talsmaður hátíðar­inn­ar, fyr­ir opn­un­ina.

Um 150.000 sal­erni hafa verið smíðuð fyr­ir hátíðina og fjöldi sam­fé­lag­seld­húsa þar sem 50.000 manns geta borðað í senn.

AFP/​Ni­harika Kul­k­arni
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert