Hátt í 70 slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna

Fjöldi slasaðist við árekstur tveggja sporvagna við aðallestarstöðina í Strassborg …
Fjöldi slasaðist við árekstur tveggja sporvagna við aðallestarstöðina í Strassborg í gær. AFP

Að minnsta kosti 68 eru slasaðir eftir að tveir sporvagnar rákust saman í Strassborg.

Slysið varð nálægt aðallestarstöð borgarinnar síðdegis í gær.

Kyrrstæður sporvagn sem var neðanjarðar við aðallestarstöð Strassborgar varð fyrir öðrum sporvagni sem var þá tekinn að færast aftur á bak af óþekktum ástæðum. 

Sá sporvagn valt niður brekku sem lá að stöðinni. 

Báðir sporvagnarnir voru með fleiri tugi farþega innanborðs, en árekstrar sporvagna eru sjaldgæfir.

Hátt í hundrað sluppu ómeiddir.

Hurðirnar flugu af

„Sporvagninn lagði bara aftur af stað á fullri ferð í átt að stöðinni,“ sagði Romaric Koumba, einn farþeganna.

„Þegar sporvagninn lenti á hinum vagninum flugu hurðirnar af.“

Slökkviliðsstjóri segir að mun verr hefði getað farið.

Alexandre Chevrier ríkissaksóknari segir að rannsókn sé hafin á meiðslum farþega með það að markmiði að komast að orsökum slyssins og ákvarða refsiábyrgð

Hann segir útilokað að áreksturinn hafi verið vísvitandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert