Milanovic endurkjörinn forseti

Zoran Milanovic á kjörstað í dag.
Zoran Milanovic á kjörstað í dag. AFP/Damir Sencar

Zor­an Milanovic, sitj­andi for­seti Króa­tíu, er sigurvegari seinni umferðar forsetakosninganna þar í landi samkvæmt útgönguspám.

Hlaut Milanovic 49,11% at­kvæða í fyrri kosningunum og munaði því sára­litlu að hann hlyti hrein­an meiri­hluta.

Svo var ekki og þurfti þess vegna að kjósa aftur. Hlaut Milanovivc 77,86% atkvæða í seinni kosningum.

Milanovic er vinstrimaður og var áður formaður Jafnaðarmanna­flokks Króa­tíu, sem er í stjórn­ar­and­stöðu á þingi Króa­tíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert