Tveir létu lífið og fjórir slösuðust alvarlega í rútuslysi í norðausturhluta Þýskalands í gær.
Guardian greinir frá.
Slysið varð á afrein af hraðbraut sem liggur að bílastæði nálægt þýska bænum Prenzlau, norðaustur af Berlín. Sjö manns slösuðust lítillega.
Hinir látnu eru 29 ára gömul kona og 48 ára gamall karlmaður.
Rútan var á leið frá Berlín til pólsku borgarinnar Szczecin. Þrettán farþegar voru í rútunni og einn bílstjóri.